Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. apríl 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Spænskt dagblað: Diego Costa á leið til Chelsea
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Atletico Madrid á Spáni, er á leið til Chelsea á Englandi fyrir 60 milljónir evra en spænska dagblaðið El Confidencial heldur þessu fram.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var á eftir kólumbíska framherjanum Radamel Falcao lengi vel en vegna meiðslahans ákvað hann að snúa sér að Diego Costa, sem hefur verið að raða mörkunum inn fyrir Atletico.

Costa, sem er 25 ára gamall, hefur verið magnaður á þessari leiktíð en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu bæði í deild og Meistaradeild.

Chelsea er nú talið hafa náð samkomulagi við Atletico um að kaupa Costa á 60 milljónir evra en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar.

Þessi lið mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en hver veit nema félögin ræði þá um möguleg skipti hans til Englands.

El Confidencial er ekki áreiðanlegasta blað Spánar og ber því að taka fréttinni með fyrirvara.
Athugasemdir
banner
banner