Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   mán 13. apríl 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Sindri Pálmason farinn frá Esbjerg
Sindri Pálmason.
Sindri Pálmason.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Sindri Pálmason er á förum frá danska félaginu Esbjerg. Sindri kom til Esbjerg frá Selfossi í byrjun árs 2014.

Sindri hefur spilað með unglingaliði Esbjerg en þessi 19 ára gamli leikmaður er nú á förum þar sem hann sér ekki fram á að fá tækifæri með aðalliðinu.

,,Það er leiðinlegt að ég hafi ekki náð markmiði mínu um að spila í úrvalsdeildinni með Esbjerg en ég hef lært mikið í Danmörku," sagði Sindri við heimasíðu Esbjerg.

,,Ég hef lært málið og kynnst annarri menningu. Ég er þroskaðari og hef lært að standa á eigin fótum."

Sindri mun flytja heim til Íslands í vikunni en hann lék þrjá leiki með Selfyssingum í 1. deildinni sumarið 2013 áður en hann gekk í raðir Esbjerg.
Athugasemdir
banner
banner
banner