Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. apríl 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
16 ár síðan Roma og Liverpool mættust
Gerard Houllier
Gerard Houllier
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool og Roma mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár. Þetta verður í fyrsta skipti í 16 ár sem liðin mætast.

Liðin mættust síðast í keppnisleik í mars árið 2002. Þá skoruðu Jari Litmanen og Emile Heskey mörkin í 2-0 sigri Liverpool.

Liðin mætast á Anfield þann 24. apríl næstkomandi. Það kemur kannski ekki á óvart að enginn leikmaður sem spilaði í leiknum árið 2002 er enn í leikmannahópi liðanna en Francesco Totti sem lagði skónna á hilluna á síðasta ári er sá sem kemst næst því.

Steven Gerrard var í liði Liverpool, þá 21 árs gamall og þá var Jamie Carragher farinn að sanna sig sem öflugur miðvörður 24 ára gamall.

Kvöldið er kannski minnistæðast í huga Liverpool stuðningsmanna fyrir þá staðreynd að Gerard Houllier þjálfari liðsins sneri aftur á hliðarlínuna eftir fimm mánaða fjarveru vegna hjartaveikinda.

Frakkinn fékk frábærar móttökur á þessu magnaða Evrópukvöldi á Anfield.

Hér að neðan má sjá byrjunarlið liðanna úr leiknum.
Athugasemdir
banner