Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. apríl 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Can og Lallana gætu snúið aftur fyrir lok tímabilsins
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að það sé enn möguleiki á því að miðjumennirnir Emre Can og Adam Lallana spili fyrir liðið áður en tímabilinu lýkur.

Can meiddist á baki í landsliðsverkefni með Þýskalandi í síðasta mánuði og fyrst var óttast að tímabili hans væri lokið. Þá hefur Lallana ekki spilað síðan hann meiddist aftan í læri í leik gegn Crystal Palace í lok mars.

Klopp segir að Can sýni mikil batamerki og telur að leikmaðurinn muni snúa aftur fljótlega.

„Upphaflega óttaðist ég að hann myndi ekki spila meira á tímabilinu. Við eigum möguleika á því að gera tímabilið lengra og hann gæti náð að spila. Endurhæfingin hefur gengið vel en það er alltaf erfitt að segja til um svona meiðsli."

„Hann er ekki sáttur með stöðuna sem hann er í en hann er í góðum höndum. Leiktíðin hans er ekki búin sem er gott en hann nær ekki leiknum gegn Bournemouth."


Klopp sagði að staðan hjá Lallana væri svipuð á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bournemouth um helgina og hann ítrekaði að hann ætlaði sér að stilla upp sínu sterkasta liði í leiknum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner