Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. apríl 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
Chelsea sendir frá sér formlega kvörtun vegna Barcelona
Mynd: Getty Images
Chelsea hafa sent formlega kvörtun til UEFA vegna meðferðar sem stuðningsmenn þeirra fengu í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona.

Eftir 3-0 tap gegn Barcelona sem sló Chelsea úr keppninni bárust fréttir af því að stuðningsmenn Chelsea hefðu slasast fyrir utan Nou Camp, leikvang Barcelona, eftir leikinn.

Félagið hefur nú sent formlega kvörtun til UEFA þar sem kvartað er undan hrottaskap öryggisvarða og lögreglu í garð stuðningsmanna.

Í tilkynningu frá félaginu segir:

„Eftir leik óskuðum við eftir því að stuðningsmenn veittu okkur upplýsingar um þessi atvik. Í kjölfarið fengum við gífurleg viðbrögð þar sem fjöldi stuðningsmanna kvartaði undan fyrirkomulaginu á vellinu, skorti á gæslu, hrottaskap lögreglu og almennt lélegum og óöruggum aðstæðum."

„Chelsea FC tekur öryggi stuðningsmanna sinna, bæði á heimavelli og útivelli mjög alvarlega og þetta er ekki það sem við búumst við á viðburðum sem skipulagðir eru af UEFA. Við þökkum þeim stuðningsmönnum sem létu okkur vita og bíðum nú eftir svari frá UEFA."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner