Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. apríl 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeildin - Orri Sigurður velur sitt lið
Draumalið Orra.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Draumalið Orra. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í dag en tvær vikur eru í að Pepsi-deildin hefjist.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Orri Sigurður Ómarsson varð Íslandsmeistari með Val í fyrra en hann gekk í vetur til liðs við Sarpsborg í Noregi. Orri fylgist áfram vel með íslenska boltanum og hann hefur stillt upp sínu liðið fyrir sumarið.

Mark: Valið á minum markmanni var líklega erfiðasta valið og þar var það verðið sem að gerði útslagið. Jajalo kostaði einfaldlega einni milljón minna þannig hann varð fyrir valinu. Klárlega langbesti næstbesti markmaður deildarinnar á eftir Antoni.

Vörn: Í vörninni voru ekki teknir neinir sénsar eins og Óli Jó vill hafa það. Jósef Kristinn verður gífurlega sóknarsinnaður í sumar í þessu 3-5-2 kerfi Stjörnunnar og mun raða inn stigum í sumar. Bjarni Ólafur var mitt fyrsta val þar sem hann er besti fótboltamaður deildarinnar sem spilar i vörninni. Svo einfalt er það. Ég held að Arnór gæti komið á óvart í sumar, hann átti ekki sitt besta timabil i fyrra eins og KR liðið en hann mun skila inn sínum stigum fyrir mig i sumar.

Miðja: Miðjan snérist um að koma Sigga Lár í liðið. Hann kostaði sitt og set ég þá pressu á hann að vera þess virði. Ég líka efa það alls ekki að hann muni standa undir verðmiðanum, frábær leikmaður. Alex Freyr er líklega einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar og ef að Víkingur ætlar að skora þá þarf hann að búa til eitthvað. Sóknarleikur Víkinga fer i gegnum hann. Adam Árni er mitt wildcard i þessu liðið, það þurfa öll lið að hafa einn svoleiðis annars er ekki gaman að þessu. Adam var frábær með Keflavík í fyrra og ég tel að hann gæti átt gott sumar. Ægir hefur verið að stíga upp í vetur og verið mikilvægur fyrir Fjölni á undirbúningstímabilinu. Svo er hann líka bara svo fáránlega vel byggður drengurinn að ég varð að velja hann.

Sókn Ég viðurkenni að ég væri alls ekki til í að mæta þessari sóknarlínu, þetta er svakalegt. Það þarf lítið að tala um afhverju ég valdi Patrick þar sem hann er einfaldlega besti framherji deildarinnar, einfalt. Elfar Árni hefur verið á eldi i vetur og hann verður vel mataður af Haxgrími i sumar þannig hann fær sitt sæti i liðinu. Síðan skellti ég Jeppe Hansen þarna inn og það er svipuð saga og með Alex Frey. Ef Keflavík ætlar að skora i sumar þá mun það vera i gegnum Jeppe Hansen, hvort sem hann skorar eða leggur upp. Hann er maðurinn sem á að gera hlutina almennilega og hann mun fá helling af tækifærum til þess að skora i sumar.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Andri Rúnar Bjarnason velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner