fös 13. apríl 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Engin myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur
Mynd: Sky Sports
Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur. Félög í deildinni felldu tillögu um slíkt í dag.

Félögin vilja að kerfið verði þróað meira og bætt áður en það verður innleitt í deildina.

Í tilkynningu frá úrvalsdeildinni segir:

„Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að rannsókn og þróun á myndbandsdómgæslu (VAR) muni halda áfram á tímabilinu 2018-19"

VAR kerfið var notað í bikarkeppnum á Englandi í vetur og mun verða notað þar áfram á næsta tímabili.

Þá verður kerfið notað á HM í Rússlandi næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner