Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. apríl 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri kempur bætast í hópinn hjá Ármanni
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hið fornfræga félag Ármann fagnar 130 ára afmæli sínu á þessu ári. Ármann tekur þátt í Mjólkurbikarnum en liðið mætir Fram í fyrstu umferð á Framvelli klukkan 14:00.

Eins og við greindum frá í dag hafa fjölmargar gamlar kempur hafa skipt yfir í Ármann fyrir leikinn á morgun en þar má fina fyrrum landsliðsmenn og sigursæla leikmenn.

Þrír leikmenn í viðbót hafa bæst í hópinn frá því fréttin í morgun var birt því markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson, varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson og sóknarmaðurinn Garðar Jóhannsson hafa ákveðið að spila þennan leik á morgun.

Indriði lék með KR í fyrra rétt eins og Garðar Jóhannsson. Bjarni Þórður hefur verið á mála hjá Fylki.

Gunnlaugur Jónsson, nýráðinn þjálfari Þróttar, var spurður út í þetta Ármannsverkefni í viðtali í dag:

„Ég er gríðarlega spenntur. Liðið hefur ekkert komið saman en við erum hvergi bangnir. Það vantar ekki reynsluna í þetta lið en það er spurning hvort ákveðnir menn hefðu mátt æfa betur undanfarnar vikur," sagði Gunnlaugur léttur.

Gamlar kempur sem munu spila með Ármanni á morgun:
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Bjarnólfur Lárusson
Björgólfur Hideaki Takefusa
Brynjar Björn Gunnarsson
Garðar Jóhannsson
Gunnlaugur Jónsson
Haukur Ingi Guðnason
Indriði Sigurðsson
Kristinn Jóhannes Magnússon
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Sigurvin Ólafsson
Sæbjörn Guðmundsson
Tommy Fredsgaard Nielsen
Þormóður Árni Egilsson
Þorsteinn Bjarnason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner