Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. apríl 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
Klopp: Ekki auðveldasta viðureignin
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur varað lið sitt við því að halda að viðureignin gegn Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verði auðveld og segir að drátturinn sé ekki sá auðveldasti sem Liverpool hefði getað fengið.

Liverpool dróst gegn Roma en slapp við stórliðin Real Madrid og Bayern Munchen sem mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Klopp segir að allir þeir sem sáu Roma slá út Barcelona viti að leikirnir gegn þeim verði gríðarlega erfiðir.

„Ég hugsaði ekki að við værum heppnir að sleppa við Real Madrid eða Bayern, ég hugsaði ekki að við værum heppnir að fá Roma."

„Það mikilvægasta er að við erum enn í keppninni, ég veit að drátturinn er spennandi. Sama hvaða andstæðing við hefðum fengið hefði ég sagt að við ættum möguleika. Svo ég segi núna að við eigum möguleika gegn Roma."

„Ef einhver telur að þetta sé auðveldasti drátturinn þá get ég ekki hjálpað þeirri persónu. Hún sá augljóslega ekki leikina þeirra gegn Barcelona."
Athugasemdir
banner
banner
banner