Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. apríl 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Martraðardráttur fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images
Paul Merson sérfræðingur SkySports segir að Arsenal hafi fengið martraðardrátt í Evrópudeildinni en liðið mun mæta Atletico Madrid í undanúrslitum. Merson telur að Atletico séu með sterkari leikmannahóp en Arsenal.

Atletico hafa unnið keppnina tvisvar áður og eru taldir líklegastir hjá veðbönkum til að vinna hana í ár.

„Þetta verður erfitt fyrir Arsenal en ekki ómögulegt. Atletico er ekki lið sem rústar þér heldur lið sem reynir að kæfa þig. Það verður erfitt fyrir Arsenal að spila gegn þessu liði."

„Ef þetta væri úrslitaleikur held ég að Arsenal gæti stolið sigrinum en ég held að Atletico séu of sterkir til að tapa einvíginu. Þetta er martraðardráttur.,
sagði Merson.

Fyrri leikur liðanna er fimmtudaginn 26. apríl og sá seinni viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner