Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. apríl 2018 22:00
Ingólfur Stefánsson
Mendy tilkynnir endurkomu sína á Twitter
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy vinstri bakvörður Manchester City er að snúa til baka úr meiðslum. Hann gæti spilað með City gegn Tottenham á morgun en leikmaðurinn sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum tilkynnti endurkomu sína á Twitter í kvöld.

Mendy sagði að láni sínu á meiðslalistanum væri lokið og að hann væri genginn aftur í raðir Manchester City.

Hann sagði áhorfendum sínum þá að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur því að hann myndi áfram starfa sem grínisti á samfélagsmiðlum.

Mendy meiddist í september og hefur verið frá meirihlutann af tímabilinu. Hann kom til City frá Monaco fyrir 52 milljónir punda síðasta sumar.

Hann spilaði 45 mínútur með U23 árs liði Manchester City í kvöld í 1-1 jafntefli gegn Manchester United.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner