,,Mér fannst þetta eiginlega vera framhald af leik sem við spiluðum við þær fyrir viku síðan, þetta var eiginlega keimlíkt. Það eru ein mistök sem skilja á milli liðanna."
sagði Hlynur Svan Eiríksson í viðtali eftir flottan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna.
sagði Hlynur Svan Eiríksson í viðtali eftir flottan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna.
,,Ég var mjög sáttur við hvernig við náðum að pressa þær, þannig þær náðu aldrei upp neinu spili gegn okkur. Það var ekki nema hérna í rétt lokin þar sem þær komu með virkilegan þunga á okkur. En við vorum mjög þéttar á miðsvæðinu og það vorum við sem gátum látið boltann rúlla," sagði Hlynur.
,,Mér finnst fínt að byrja hérna inní Fífunni á meðan vellirnir eru ekki orðnir nægilega góðir, auðvitað er náttúrulega Kópavogsvöllur allur að koma til, en við eigum bara enga æfingavelli til að geta spilað á grasi," sagði Hlynur í samtali við fotbolta.net
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir