Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   fös 13. maí 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Vonandi mínir síðustu leikir í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þriðju umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Víkingi Reykjavík klukkan 20 á Kópavogsvelli. Blikar eru með þrjú stig en Víkingar eitt.

Arnar Grétarsson, þjálfari Kópavogsliðsins, hefur lokið afplánun leikbanns og verður á hliðarlínunni í kvöld.

„Það hefur verið erfitt þessa fyrstu tvo leiki að horfa á úr stúkunni. Maður vill nálægðina, geta verið með strákunum frá upphafi til enda leiks. Vonandi voru þetta mínir síðustu leikir í stúkunni," segir Arnar.

„Víkingar hafa verið að spila virkilega vel þó þeir séu aðeins með eitt stig. Það er alltaf meiri pressa að ná fyrsta sigrinum eftir því sem maður fer lengra inn í mót. Að sama skapi viljum við taka þátt í að vera í efri endanum og á von á hörkuleik."

Sóknarmaðurinn Jonathan Glenn kemur einnig úr leikbanni. Byrjar hann í kvöld?

„Það kemur í ljós. Það er ekki kjörstaða að vera í banni, það vilja allir spila. Hann styrkir hópinn og það styrkir okkur að fá hann aftur."

Leikurinn í kvöld er á sérstökum tíma fyrir Pepsi-deildina, klukkan 20 á föstudagskvöldi.

„Ég vona að það verði góð mæting. Það hefur verið talað um hvort það eigi að nota föstudaga fyrir efstu deild. Ég vona innilega að við verðum með fulla stúku," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner