Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
banner
   fös 13. maí 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Vonandi mínir síðustu leikir í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þriðju umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Víkingi Reykjavík klukkan 20 á Kópavogsvelli. Blikar eru með þrjú stig en Víkingar eitt.

Arnar Grétarsson, þjálfari Kópavogsliðsins, hefur lokið afplánun leikbanns og verður á hliðarlínunni í kvöld.

„Það hefur verið erfitt þessa fyrstu tvo leiki að horfa á úr stúkunni. Maður vill nálægðina, geta verið með strákunum frá upphafi til enda leiks. Vonandi voru þetta mínir síðustu leikir í stúkunni," segir Arnar.

„Víkingar hafa verið að spila virkilega vel þó þeir séu aðeins með eitt stig. Það er alltaf meiri pressa að ná fyrsta sigrinum eftir því sem maður fer lengra inn í mót. Að sama skapi viljum við taka þátt í að vera í efri endanum og á von á hörkuleik."

Sóknarmaðurinn Jonathan Glenn kemur einnig úr leikbanni. Byrjar hann í kvöld?

„Það kemur í ljós. Það er ekki kjörstaða að vera í banni, það vilja allir spila. Hann styrkir hópinn og það styrkir okkur að fá hann aftur."

Leikurinn í kvöld er á sérstökum tíma fyrir Pepsi-deildina, klukkan 20 á föstudagskvöldi.

„Ég vona að það verði góð mæting. Það hefur verið talað um hvort það eigi að nota föstudaga fyrir efstu deild. Ég vona innilega að við verðum með fulla stúku," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner