Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks var ánægður með að fá þrjú stig gegn Víkingum í kvöld en hann var ekki sérstaklega ánægður með frammistöðu síns liðs.
Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins gegn tíu mönnum Víkings.
Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins gegn tíu mönnum Víkings.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Víkingur R.
„Ég er ánægður með þrjú stigin en ekki sérlega ánægður með hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn."
„Það er oft þannig að það er ekki auðvelt að vera einum færri, það kemur meiri kraftur í Víkingana við að missa mann útaf og þeir hlaupa meira."
Hann var spurður út í þegar Viktor Bjarki fékk tvö gul spjöld, nánast á sömu mínútunni.
„Það voru búin að vera læti stuttu áður og svo er hann í action'inu og það leit ekki vel út."
Honum fannst Valdimar yfir höfuð of spjaldglaður.
„Hefði þessi dómari dæmt KR - FH hefði endað átta á móti átta."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir