Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. maí 2018 14:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 7. sæti
Einherji
Einherja er spáð 7. sæti í 2. deild
Einherja er spáð 7. sæti í 2. deild
Mynd: Aðsend
Þorbjörg Jóna er fyrirliði Einherja og afar mikilvæg liðinu
Þorbjörg Jóna er fyrirliði Einherja og afar mikilvæg liðinu
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-7 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Einherji, 28 stig
8. Hvíti Riddarinn, 17 stig

7. Einherji

Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 2. deild.

Þjálfarinn: Dilyan Nikolaev Kolev er á leiðinni inn í sitt fjórða tímabil sem þjálfari Einherja. Hann spilar auk þess með karlaliði félagsins.

Meistaraflokkur kvenna var endurvakinn hjá Einherja sumarið 2015 og liðið hefur verið í uppbyggingu síðan. Leikmannahópurinn er að mestu skipaður ungum heimakonum, sem er magnað í svona litlu bæjarfélagi, en þeim til stuðnings munu tveir erlendir leikmenn spila með liðinu í sumar. Liðið spilaði fínan varnarleik í fyrra og þar munaði mikið um markmanninn Doris Bacic sem nú er horfin á braut til belgíska stórliðsins Anderlecht. Það verður erfitt að fylla hennar skarð en Einherji hefur gert það ágætlega á undirbúningstímabilinu og þétt raðirnar til baka. Það gengur hinsvegar ennþá erfiðlega hjá liðinu að skora og spurning hvort erlendu leikmennirnir geti bætt úr því.

Lykilmenn: Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, Maria Elena Magana, Aubri Williamson.

Dilyan þjálfari um spánna og sumarið:

„Það skiptir okkur litlu hvað öðrum finnst um okkur. Við vitum hvert við stefnum og fylgjum okkar plani til að þroskast og bæta okkur sem lið. Ef við horfum á lokastöðuna í fyrra þá er þetta eðlileg spá.“

„Okkar markmið er að gera betur en síðasta sumar. Okkur gekk erfiðlega að skora mörk í fyrra en við ætlum að breyta því. Við vonumst til að ná fram góðum frammistöðum því með þeim fáum við góð úrslit.“

„Þetta verður mjög áhugaverð deild. Það eru nokkur lið sem vilja berjast um að fara upp um deild en það verður ekki auðvelt. Það eru bæði frábærir þjálfarar og leikmenn í deildinni og ég óska öllum liðunum góðs gengis í sumar! #Fairplay“


Komnar:
Maria Elena Magana frá Bandaríkjunum
Aubri Williamson frá Bandaríkjunum
Áslaug Dóra Jörgensdóttir

Farnar:
Doris Bacic í Anderlecht
Kolbrún Ýr Jósefsdóttir

Fyrstu leikir Einherja:
25. maí Grótta - Einherji
27. maí Augnablik - Einherji
16. júní Einherji - Álftanes
Athugasemdir
banner
banner
banner