Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   þri 13. júní 2017 08:00
Magnús Már Einarsson
Daníel Leó framlengir við Álasund
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson hefur framlengt samning sinn við Álasund í Noregi.

Daníel hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning sem gildir til ársins 2020.

Hinn 21 árs gamli Daníel er uppalinn hjá Grindavík en hann er nú á sínu þriðja tímabilí í Noregi.

Daníel hefur verið fastamaður í liði Álasund á þessu tímabili í stöðu miðvarðar.

Vegna meiðsla hefur hann einnig leyst vinstri bakvörðinn og spilað aftarlega á miðjunni eins og hann hefur áður gert á ferlinum.

Álasund hefur byrjað vel í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið er í 5. sæti eftir tólf umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner