Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   þri 13. júní 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Viðar: Menn í kringum liðið segja mér að ég eigi að kæra þá
Viðar raðaði inn mörkum með Maccabi í vetur.
Viðar raðaði inn mörkum með Maccabi í vetur.
Mynd: Maccabi Tel Aviv
Viðar á æfingu með íslenska landsliðinu.
Viðar á æfingu með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar og faðir hans Kjartan BJörnsson.
Viðar og faðir hans Kjartan BJörnsson.
Mynd: .
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða Maccabi Tel Aviv
Viðar Örn Kjartansson endaði sem markakóngur í Ísrael á fyrsta tímabili sínu þar en hann skoraði 24 mörk með Maccabi Tel Aviv. Viðar var gestur í útvarpsþætti Fóbolta.net um helgina þar sem hann ræddi tímabilið í Ísrael.

„Ég byrjaði ágætlega en síðan kom tímabil í tvo mánuði þar sem gekk ekki vel. Pressan á mér var svakalega mikil því ég fór þarna fyrir fínt verð. Fjölmiðlarnir þarna úrbeina þig ef þú ert ekki að skora í hverjum leik. Eftir þrjá leiki var ég farinn að fá spurningar um það hvort ég væri ekki nógu góður. Þeir pæla bara í mörkum, það skiptir engu máli hvernig þú spilar," sagði Viðar.

„Jordi Cruyff tók við keflinu í janúar og þá fór mér og liðinu að ganga vel. Persónulega endaði tímabilið vel fyrir mig þó að ég hefði viljað ná í annan hvorn af titlunum sem voru í boði," sagði Viðar en Maccabi endaði í öðru sæti í ísraelsku deildinni og tapaði óvænt í bikarúrslitum fyrir liði sem endaði mun neðar í deildinni.

Benayoun alltaf hress
Yossi Benayoun, fyrrum leikmaður Chelsea, Liverpool og Arsenal, er á meðal liðsfélaga Viðars.

„Það er frábær karakter. Hann er mjög nice gæi, hress og aldrei í vondu skapi. Hann getur spilað 90 mínútur á þriggja daga fresti og er í ótrúlegu standi. Hann verður bara ekki þreyttur. Að vísu fékk hann ekki að spila fyrir en í restina á tímabilinu. Þetta er magnaður gæi," sagði Viðar og bætti við að Benayoun sé laus við alla stjörnustæla sem og Tal Ben Haim sem lék einnig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.

Maccabi er stórt lið í Ísrael og pressan á leikmönnum liðsins er mikil.

„Þú ert orðinn vanur þessu. Blöðin eru á hebresku og ég er ekkert að tékka á þeim, sama þó að það gangi vel. Ég reyni að halda haus og æfa betur. Fjölmiðlarnir þarna fara all in í að gagnrýna þig og þú verður að vera sterkur andlega. Ef ég væri 20 ára þá væri ég að taka þetta inn á mig og gæti ekki sofið. Þegar ég var hjá ÍBV í byrjun ferilsins átti ég til dæmis erfitt með svefn þegar það gekk illa. Maður er búinn að ná að loka á þetta og hugsa að þetta komi í næsta leik ef maður leggur meira á sig."

Hvattur til að kæra fjölmiðla fyrir lygar
Fjölmiðlar í Ísrael greindu frá því í janúar að Viðar gæti verið á leið til Belgíu en hann segir það hafa verið kjaftæði.

„Þeir búa til fréttir. Ég var beðinn af liðsfélaga um að hitta umboðsmann. Það er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi en ég gerði það fyrir hann. Þessi umboðsmaður hafði selt marga leikmenn til Belgíu og það náðist mynd af okkur. Þá var komin saga um að ég yrði seldur á þrefalt minni upphæð til annars félags á morgun. Menn í kringum liðið segja mér að ég eigi hiklaust að kæra þá ef ég er að þessu. Þeir ganga langt til að fá klikk. Margir leikmenn hafa sagt við mig að Ísrael sé erfiðasta landið til að aðlagast því öll augu eru á þér og þú verður að standa þig strax á fyrstu æfingu. Það er magnað hvernig pressan er þarna," sagði Viðar sem hefur ekki farið út í að kæra fjölmiðla ennþá.

„Ef þetta væri eitthvað svakalegt þá myndi maður íhuga það en maður nennir ekki að fara í vesenið. Þeir segja mér að kæra hiklaust en ég er ekki maður í það ennþá."

Tilboð sem ekki var hægt að hafna
Viðar var markahæstur í sænsku deildinni með Malmö þegar Maccabi Tel Aviv keypti hann á 3,5 milljónir evra í ágúst í fyrra.

„Það voru rosalega spennandi klúbbar sem sýndu áhuga í fyrra en það fór ekki alla leið. Þar á meðal var stór klúbbur í Þýskalandi sem var að komast upp í Bundesliguna núna. Þeir vildu ekki borga ákveðna upphæð. Fleiri klúbbar úti um allt höfðu áhuga og ég var að bíða eftir að fara á þekktari stað. Ég vissi ekkert um fótboltann í Ísrael og var mjög tvístíga þangað til að það styttist í að glugginn myndi loka. Hinir klúbbarnir voru ekki tilbúnir að borga verðmiðann sem Malmö setti á meðan Malmö voru gjörsamlega klárir. Ég fór og skoðaði aðstæður og síðan komu þeir með tilboð sem ég gat ekki hafnað."

„Ég ætla ekki að stoppa hér"
Árið 2012 féll Viðar úr Pepsi-deildinni með uppeldisfélagi sínu Selfossi. Síðan þá hefur hann orðið markakóngur í Noregi og Ísrael auk þess sem hann var markahæstur í Svíþjóð í fyrra áður en hann var seldur til Maccabi. Ferill Viðars hefur tekið stakkaskiptum frá fallinu árið 2012.

„Ég hef þroskast bæði sem leikmaður og manneskja. Sumir eru lengur að því en aðrir. Sumir leikmenn eru 19 ára að spila á hæsta leveli eins og þeir hafi gert það í mörg ár. Ég pæli miklu meira í því vað ég þarf að gera til að vera í besta standi og skoða hvað ég er að gera á vellinum. Allur tíminn úti fer í fótboltann á meðan þú ert að vinna á Íslandi og þar er fullt af vinum og fjölskyldum. Þú hugsar meira um fótboltann úti."

„Þegar ég fór út til Noregs (árið 2014) ákvað ég að fara all in. Ég vissi að ég yrði dæmdur af fyrsta tímabilinu. Ef fyrsta tímabilið hefði verið lélegt þá væri maður kannski kominn heim aftur. Ég ákvað að gera það tímabil að mínu besta hingað til og það gekk. Maður var heppinn en ég lagði mikið á mig líka. Síðan þá hefur maður fengið meiri trú og það hefur gengið lygilega vel að mestu leyti. Ég ætla ekki að stoppa hér. Ég held að ég eigi mikið inni og vonandi næ ég að sýna það á næstu árum,"
sagði Viðar en hann hefur aldrei spilað tvö tímabil samfleytt erlendis með sama liðinu.

„Ég hef alltaf spilað eitt tímabil og svo er ég farinn. Það gæti verið að tímabil tvö verði erfitt og ég er meðvitaður um það. Ég þarf að koma vel tilbúinn í það," sagði Viðar.

Hér að ofan má hlusta viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Viðar Örn: Þessi umræða truflaði mig
Athugasemdir
banner
banner
banner