Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 13. júní 2018 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Ágúst Gylfa: Þeir voru peppaðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er virkilega ánægður. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Fylkismennirnir komu vel peppaðir í þetta og uppskáru hvert hornið á fætur öðru og maður var nánast með hjartað í buxunum allan leikinn. Þeir eru með 20 horn held ég en geggjaður sigur og vinna 2 - 0 var náttúrlega frábært. En eins og ég segi, ekki alveg okkar dagur en að vinna 2 - 0 það er frábært," sagði kátur Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

„Ég gef þeim fullt kredit fyrir þennan leik. Þeir voru peppaðir og gera vel og við náðum ekki okkar spili og þeir pressuðu okkur vel en eins og fyrir þá, því miður að þá náðu þeir ekki að skora á okkur úr öllum þessum hornum sem var í rauninni ótrúlegt.

Seinni hálfleikurinn að þá snérum við taflinu aðeins við og náðum aðeins betri leik og náðum að opna þá aðeins og nýta færin okkar."


Eins og fram kom í gær að þá er Hrvoje Tokic á leiðnni frá Blikum og danskur sóknarmaður á leiðinni eða er það ekki rétt?

„Jú hann er mættur hérna og horfði á leikinn og er semsagt að semja við okkur til tveggja ára og hann heitir Thomas Mikkelsen og er búinn að spila í þrjúr ár í skosku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður sem mun styrkja okkur verulega."

Að lokum. Ætlar þú til Rússlands?

„Sennilega ekki. Ekki nema einhver geri mér eitthvað gylliboð og biður mig um að koma með að þá kannski tek ég það en það er ekki skipulagt allavegana."

Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner