Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mið 13. júní 2018 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Ágúst Gylfa: Þeir voru peppaðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er virkilega ánægður. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Fylkismennirnir komu vel peppaðir í þetta og uppskáru hvert hornið á fætur öðru og maður var nánast með hjartað í buxunum allan leikinn. Þeir eru með 20 horn held ég en geggjaður sigur og vinna 2 - 0 var náttúrlega frábært. En eins og ég segi, ekki alveg okkar dagur en að vinna 2 - 0 það er frábært," sagði kátur Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

„Ég gef þeim fullt kredit fyrir þennan leik. Þeir voru peppaðir og gera vel og við náðum ekki okkar spili og þeir pressuðu okkur vel en eins og fyrir þá, því miður að þá náðu þeir ekki að skora á okkur úr öllum þessum hornum sem var í rauninni ótrúlegt.

Seinni hálfleikurinn að þá snérum við taflinu aðeins við og náðum aðeins betri leik og náðum að opna þá aðeins og nýta færin okkar."


Eins og fram kom í gær að þá er Hrvoje Tokic á leiðnni frá Blikum og danskur sóknarmaður á leiðinni eða er það ekki rétt?

„Jú hann er mættur hérna og horfði á leikinn og er semsagt að semja við okkur til tveggja ára og hann heitir Thomas Mikkelsen og er búinn að spila í þrjúr ár í skosku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður sem mun styrkja okkur verulega."

Að lokum. Ætlar þú til Rússlands?

„Sennilega ekki. Ekki nema einhver geri mér eitthvað gylliboð og biður mig um að koma með að þá kannski tek ég það en það er ekki skipulagt allavegana."

Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir