Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. júní 2018 10:55
Ívan Guðjón Baldursson
Fabregas: Kannski fæ ég kallið núna
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas var ekki valinn í 23 manna hóp Julen Lopetegui fyrir Heimsmeistaramótið og fer því sem knattspyrnusérfræðingur BBC.

Lopetegui var rekinn í dag, tveimur dögum fyrir fyrsta leik spænska landsliðsins gegn Portúgal.

Gary Lineker hefur lengi starfað sem knattspyrnusérfræðingur hjá BBC og hefur sagst vera spenntur fyrir að fylgjast með frumraun Fabregas.

Eftir tilkynninguna um brottrekstur Lopetegui sagði Lineker á Twitter að nú hefði Fabregas nóg til að tala um. Fabregas var ekki lengi að svara.

„Bíddu, kannski fæ ég landsliðskallið núna!"

Fabregas er 31 árs gamall og hefur unnið þrjú stórmót með spænska landsliðinu. Hann á 110 landsleiki að baki.







Athugasemdir
banner
banner
banner