mið 13. júní 2018 08:25
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms um framtíð sína: Tækifæri sem kemur kannski ekki aftur
Icelandair
Heimir á æfingu í Rússlandi.
Heimir á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í einu besta starfi í heimi," segir Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, í viðtali við Guardian sem birtist í morgun.

Þar er meðal annars fjallað um að Heimir sé að líta í kringum sig og gæti farið í nýtt starf eftir að HM lýkur.

Heimir, sem varð 51 árs um helgina, hefur sagt KSÍ að hann vilji skoða hvort honum bjóðist möguleikar á spennandi störfum eftir keppnina.

„Það er smá eigingirni í þessu en ég er ekki nafn eins og Eiður Smári Guðjohnsen eða einhver í þá átt. Ég hef mest verið að þjálfa áhugamannalið, svo ef ég nýti ekki tækifærið núna þá kemur það kannski ekki aftur," segir Heimir.

„Ég veit ekki hvað ég mun gera en ég er klár á því að ég vil skoða hvort það bjóðist möguleikar á að gera eitthvað öðruvísi."

Einbeiting Heimis er þó núna á komandi leiki Íslands á HM en strákarnir okkar hefja leik gegn Argentínu á laugardag.

„Við erum í mjög jöfnum riðli og ég tel að það henti okkur. Ef eða þegar, ég veit ekki hvaða orð á að nota, við komumst áfram þá verður andstæðingurinn ekki mikið sterkari en Argentína, Nígería eða Króatía. Það gefur þér þá tilfinningu að ef við komumst í 16-liða úrslit ættum við ekki að óttast neitt."

Sjá einnig:
Guðni bjartsýnn á að Heimir framlengi
Athugasemdir
banner
banner
banner