Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. júní 2018 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kosið um besta lið í sögu Man Utd - De Gea með
Er De Gea besti markvörður í sögu Man Utd?
Er De Gea besti markvörður í sögu Man Utd?
Mynd: Getty Images
Í tilefni þess að hafa spilað 1000 leiki í ensku úrvalsdeildinni blés opinber heimasíða Manchester United til kosninga.

Kosningin fór fram á milli stuðningsmanna á netinu.

Kosið var um besta lið í sögu Manchester United. Markvarðastöðuna fær núverandi leikmaður Man Utd, David de Gea. Spánverjinn fékk yfirburðarkosningu, hann fékk 59% kosningu á meðan Peter Schmeichel fékk 25% og Edwin van der Sar 15%.

De Gea er eini núverandi leikmaður Man Utd sem kemst í liðið.

Nemanja Vidic og Rio Ferdinand eru miðvarðarparið. Patrice Evra er valinn fram yfir Dennis Irwin og Gary Neville er hægri bakvörður. Á hægri kanti er Cristiano Ronaldo og vinstra megin er Ryan Giggs, sem fékk 95% atkvæða í stöðuna. Paul Scholes og Roy Keane eru á miðjunni og frammi eru Wayne Rooney og Eric Cantona.

Rooney komst í liðið á undan Ruud van Nistelrooy. Rooney fékk 31% atkvæða á meðan Van Nistelrooy var með 23%.

Smelltu hér til að skoða liðið á heimasíðu Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner