Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. júní 2018 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Landsliðsþjálfari Íran brjálaður út í Nike
Carlos Quieroz, þjálfari Íran
Carlos Quieroz, þjálfari Íran
Mynd: Getty Images
Carlos Quieroz, landsliðsþjálfari Íran er brjálaður út í íþróttavörufyrirtækið Nike eftir að það neitaði að skaffa leikmönnum Íran takkaskó fyrir heimsmeistaramótið.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans settu háa tolla á nokkur lönd, og eitt af þeim var Íran.

„Tollarnir þýða að bandarískt fyrirtæki, Nike, getur ekki skappað skó til leikmanna íranska landsliðsins á þessari stundu," segir í yfirlýsingu Nike.

Quieroz er alls ekki sáttur við þessa yfirlýsingu Nike.

„Þessi yfirlýsing verður okkur mikill innblástur. Síðasta setning Nike, var að mínu mati óþörf. Allir vita af tollunum. Þetta er fáránlegt og ónauðsynlegt að nota þessa yfirlýsingu gagnvart ungum leikmönnum," segir Queiroz.

„99% leikmanna okkar kaupa sína eigin skó. Þeir ættu því að koma og biðjast afsökunar. Við höfum sent kvörtun til FIFA og það minnsta sem Nike getur gert er að biðjast afsökunar."
Athugasemdir
banner
banner
banner