Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. júní 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn yfirgefa Sporting eftir árásina
Bas Dost gerði 27 mörk í 30 deildarleikjum á nýliðnu tímabili. Hann hefur gert 61 mark í 61 deildarleik á tveimur árum.
Bas Dost gerði 27 mörk í 30 deildarleikjum á nýliðnu tímabili. Hann hefur gert 61 mark í 61 deildarleik á tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Leikmenn eru að forða sér frá Sporting eftir afar neikvætt tímabil í sögu félagsins. Undir lok tímabilsins réðust grímuklæddar fótboltabullur sem kalla sig stuðningsmenn Sporting á leikmenn félagsins.

Þar meiddu þeir meðal annars Bas Dost, markahæsta mann liðsins á tímabilinu, sem gat í kjölfarið ekki tekið þátt í bikarúrslitaleik sem tapaðist.

Leikmenn telja sig eiga rétt á að segja upp samningum sínum við félagið eftir árásina og hafa nokkrir ákveðið að gera það.

Bruno Fernandes og Gelson Martins eru búnir að tilkynna að þeir séu að segja upp samningum sínum, rétt eins og William Carvalho og Rui Patricio. Þeir eru allir í leikmannahópi Portúgal á Heimsmeistaramótinu.

Kantmaðurinn efnilegi Daniel Podence ætlar einnig að yfirgefa félagið rétt eins og Bas Dost.

Jorge Jesus hefur einnig yfirgefið félagið en hann stýrir nú Al-Hilal í Sádí-Arabíu.

Þetta byrjaði allt þegar liðið tapaði fyrir Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Forseti félagsins gagnrýndi leikmenn harkalega eftir tapið og brugðust 19 leikmenn við með að senda forsetanum skilaboð um að svona mætti hann ekki tala um leikmenn sína.

Forsetinn setti leikmennina alla í stutt bann í kjölfarið og þannig skapaðist þetta eitraða andrúmsloft.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner