banner
   mið 13. júní 2018 10:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui lét ekki vita af viðræðunum við Real
Mynd: Getty Images
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, staðfesti fyrir skömmu að Julen Lopetegui hafði verið rekinn úr stöðu þjálfara spænska landsliðsins.

Það er vegna þess að Lopetegui tók við Real Madrid án þess að láta vita af því.

„Lopetegui hefur staðið sig frábærlega en við getum ekki sætt okkur við svona hegðun," sagði Rubiales.

„Það gengur ekki upp að knattspyrnusambandið viti ekki af samningsviðræðum starfsmanns sins við félagslið. Það var látið okkur vita af þessu fimm mínútum fyrir opinberun.

„Ef einhver vill tala við starfsmann hjá okkur þá verður viðkomandi að tala við okkur fyrst, annað er óeðlilegt."


Lopetegui var nýlega búinn að skrifa undir nýjan samning við spænska landsliðið sem gildir út Evrópumótið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner