mið 13. júní 2018 13:19
Ívan Guðjón Baldursson
Nesta áfram hjá Perugia (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska goðsögnin Alessandro Nesta hefur fengið samning við B-deildarlið Perugia sem var nálægt því að komast upp í efstu deild á nýliðnu tímabili.

Nesta var upprunalega ráðinn 14. maí og stýrði Perugia í síðasta deildarleik síðasta tímabils, 2-1 tapi gegn toppliði Empoli. Perugia fór í umspilið en tapaði 3-0 fyrir Venezia í fyrsta leik.

Nesta stýrði Miami FC í tvö ár og gerði mjög góða hluti þar en hætti í fyrra, eftir tap gegn New York Cosmos í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik úrslitakeppninnar.

Nesta er 42 ára gamall og gerði garðinn frægan sem miðvörður hjá Lazio, Milan og ítalska landsliðinu.

Óljóst var hvort Nesta myndi halda áfram með félagið eftir tvö töp í tveimur leikjum en stjórnin hefur ákveðið að treysta honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner