mið 13. júní 2018 08:46
Elvar Geir Magnússon
Svartahaf gefur íslenska liðinu orku
Icelandair
Svartahaf.
Svartahaf.
Mynd: Getty Images
Í grein sem Guardian birtir í morgun og fjallar um Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara og íslenska landsliðið er Gelendzhik í Rússlandi borið saman við Annecy í Frakklandi.

Í Gelendzhik, strandbæ við Svartahaf, eru bækistöðvar íslenska liðsins á HM en liðið dvaldi í Annecy á EM fyrir tveimur árum.

Það er ýmislegt líkt með þessum tveimur stöðum.

„Það er rólegt, það er sól, það er orka sem við getum fengið frá hafinu og fjöllunum í kring," segir Heimir við Guardian.

Það fór vel um íslenska hópinn í Annecy en Heimir heimsótti bæinn aftur eftir EM fyrir tveimur árum, þá til að fara í frí og njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Sjá einnig:
Rússnesk menning - Vinsælasti fiskistaður Gelendzhik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner