Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mán 13. júlí 2015 22:09
Arnar Daði Arnarsson
Luka: Vorum á eftir Van Persie
Lúka Kostic þjálfari Hauka.
Lúka Kostic þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Luka Kostic þjálfari Hauka var ánægður eftir 2-0 sigur sinna manna á HK í kvöld, eftir markalausan fyrri hálfleik.

Haukar eru því með 16 stig að lokinni fyrri umferðinni.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  0 HK

„Við byrjuðum mótið frekar óöruggir en höfum síðan vaxið og mér finnst undanfarið verið gaman að horfa á liðið. Við verðskulduðum meira en 1-0 sigur í dag," sagði Luka sem var ánægður með margt hjá liðinu í kvöld.

„Ég var ekki ánægður í 90 mínútur. En það voru mjög margir góðir kaflar hjá okkur þar sem við spiluðum boltanum vel og opnum þá," sagði Lúka, en er frammistaða liðsins í sumar á pari við væntingarnar?

„Við fórum inn í þetta mót, án þess að vita eitthvað. Við misstum frábæra leikmenn frá félaginu, einhverja 15-17 leikmenn og þá komu þessir ungu strákar inn. Maður vissi ekkert hvað myndi gerast."

Félagaskiptaglugginn opnar í vikunni, Luka segir að það sé ekkert í kortunum að Haukar ætli að fá leikmenn til sín, enda er liðið byggt á Haukamönnum að undanskyldum þremur leikmönnum.

„Við vorum á eftir Van Persie en hann fór til Tyrklands. Það verður því ekkert hjá okkur."

Athyglivekur að Darri Tryggvason hefur ekki verið í leikmannahóp Hauka í undanförnum leikjum. Hann skellti sér á tónlistarhátíðina Wireless í síðasta mánuði. Hann hefur ekki verið í náðinni hjá Lúka eftir það. Má búast við því að fleiri leikmenn fari á tónlistarhátíð í sumar?

„Ég veit það ekki, það kemur í ljós," sagði Luka Kostic hlæjandi, að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner