„Að verjast inn í boxinu, við fengum á okkur þrjú mörk úr föstum leikatriðum sem er ekki boðlegt, það var meiri gredda í þeim og þær áttu þessi stig skilið." sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss eftir 5-0 tap gegn Val í kvöld er hún var spurð hvað hafi farið úrskeiðis.
Selfoss hefur haft fínt tak á Valsliðinu undanfarið en í kvöld áttu þær aldrei séns.
Selfoss hefur haft fínt tak á Valsliðinu undanfarið en í kvöld áttu þær aldrei séns.
Lestu um leikinn: Valur 5 - 0 Selfoss
„Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir gegn Val, þangað til núna, þá skitum við."
Guðmunda hefur ekki getað spilað heila leiki undanfarið og verið tekin útaf í hálfleik eða snemma í seinni hálfleik.
„Ég er fucked up í hnénu og það er verið að vinna í þeim málum. Ég er að bíða eftir að læknirinn kemur úr sumarfríi."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir