Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. júlí 2016 20:44
Magnús Már Einarsson
Jeppe Hansen á leið í KR
Jeppe Hansen.
Jeppe Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar, er líklega á leið í KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Jeppe hefur fengið leyfi til að fara frá Stjörnunni og nokkur félög hafa sýnt honum áhuga.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Stjarnan samþykkt tilboð frá KR og leikmaðurinn er sjálfur að ná samningum við félagið.

KR hefur skorað fæst mörk allra liða í Pepsi-deildinni í sumar eða átta talsins. Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen, framherjar liðsins, hafa ekki náð að skora í Pepsi-deildinni hingað til.

Jeppe kom fyrst til Stjörnunnar vorið 2014. Eftir dvöl hjá Frederica í Danmörku kom Jeppe aftur til Stjörnunnar í fyrra.

Jeppe skoraði átta mörk í Pepsi-deildinni í fyrra en í sumar hefur hann skorað tvö mörk í sjö leikjum.

Jeppe hefur hins vegar mikið mátt verma bekkinn í sumar en Guðjón Baldvinsson hefur verið á undan honum í röðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner