Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. júlí 2017 09:12
Magnús Már Einarsson
Gylfi ekki með Swansea til Bandaríkjanna - Líklega á förum
Gylfi í leiknum gegn Barnet í gærkvöldi. Var það síðasti leikur hans með Swansea?
Gylfi í leiknum gegn Barnet í gærkvöldi. Var það síðasti leikur hans með Swansea?
Mynd: Getty Images
Swansea staðfesti nú rétt í þessu að Gylfi Þór Sigurðsson fari ekki með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Því bendir sterklega til þess að Gylfi sé á förum frá Swansea en Everton hefur sýnt honum mikinn áhuga.

Swansea hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á Gylfa en félagið hafnaði 40 milljóna punda tilboði frá Leicester í íslenska landsliðsmanninn á dögunum.

Swansea fer í dag í æfingaferð til Bandaríkjanna en Gylfi vildi ekki fara með þangað vegna óvissunar sem er í gangi.

„Við getum staðfest að Gylfi mun ekki ferðast með hópnum til Bandarikjanna í æfingaferð okkar," sagði Swansea á Twitter í dag.

„Eftir að hafa spilað gegn Barnet í gærkvöldi taldi Gylfi sig ekki vera með rétt hugarfar til að ferðast með liðinu vegna óvissu um framtíð sína."

Gylfi spilaði síðari hálfleikinn í æfingaleik gegn Barnet í gær en nú eru talsverðar líkur á að það hafi verið síðasti leikur hans í treyju Swansea.

Gylfi á þrjú ár eftir af samningi sínum við Swansea en hann átti langstærstan þátt í að liðið hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.



Athugasemdir
banner