Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. júlí 2017 10:20
Magnús Már Einarsson
Man Utd snýr sér að Nainggolan
Powerade
Radja Nainggolan er kominn á óskalista Manchester United.
Radja Nainggolan er kominn á óskalista Manchester United.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk gæti endað hjá LIverpool eftir allt saman.
Virgil van Dijk gæti endað hjá LIverpool eftir allt saman.
Mynd: Getty Images
Matic gæti verið á förum frá Chelsea.
Matic gæti verið á förum frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa skilað slúðurskammti dagsins af sér.



Borussia Dortmund hefur boðið Chelsea að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang á 60 milljónir punda eftir að Tianjin Quanjian hætti við að fá hann í sínar raðir. (Daily Mail)

Dortmund gæti reynt að fá Olivier Giroud (30) framherja Arsenal. Everton, West Ham, Marseille og AC Milan hafa einnig áhuga. (Daily Mirror)

Eden Hazard (26), leikmaður Chelsea, hringdi í Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid, og tilkynnti honum að félagaskipti séu ekki á dagskránni hjá sér í sumar. (Daily Express)

Chelsea hefur náð samkomulagi um að kaupa Tiemoue Bakayoko (22) frá Mónakó á 40 milljónir punda. (RMC)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, er tilbúinn að selja Nemanja Matic (28) á 40 milljónir punda. Matic æfir einn þessa dagana en hann vill fara til Jose Mourinho og félaga í Manchester United. (Daily Telegraph)

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að félagið sé nálægt því að fá Virgil van Dijk (26), miðvörð Southampton í sínar raðir. (Sport360)

Chelsea ætlar að að hafa betur gegn Juventus í baráttunni um Danilo (25), hægri bakvörð Real Madrid. Danilo kostar 28 milljónir punda. (Daily Mirror)

Arsenal vonast til að 45 milljónir punda nægi til að landa Thomas Lemar (21) kantmanni Mónakó. (Daily Mail)

Tottenham er að landa varnarmanninum Juan Foyth (19) frá Estudiantes. (Daily Telegraph)

Manchester United vonast til að fá Ivan Perisic (28) frá Inter í vikunni. (Daily Star)

Manchester United ætlar að snúa sér að Radja Nainggolan (29) miðjumanni Roma eftir að Tottenham vildi ekki selja Eric Dier. Nainggolan kostar 40 milljónir punda. (Daily Mail)

Leicester gæti látið sex leikmenn fara sem komu til félagsins í fyrra. Þar á meðal eru Islam Slimani, Ahmed Musa og Nampalys Mendy. (Daily Telegraph)

Roma vill fá Riyad Mahrez frá Leicester. (Sky Sports)

West Ham er að íhuga að leggja fram þriðja tilboðið í Marko Arnautovic (28) kantmann Stoke eftir að tveimur tilboðum hefur verið hafnað. (London Evening Standard)

Watford og Swansea vilja bæði fá Nathaniel Chaobah (22) miðjumann Chelsea. (Sun)

Real Madrid hefur gefist upp í baráttunni um David De Gea (26) markvörð Manchester United. (Daily Star)

Manchester City er að landa brasilíska miðjumanninum Douglas Luiz (19) frá Vasco da Gama. (ESPN)

City er líka að reyna að fá Ryan Bertrand (27) bakvörð Southampton á 25 milljónir punda. (Daily Mail)

Stoke mun hafa betur gegn WBA í baráttunni um Kurt Zouma (22) varnarmann Chelsea. Stoke borgar sjö milljónir punda til að fá Zouma á láni. (Sun)

Fenerbahce vill fá Michy Batshuayi (23) framherja Chelesa. (Talksport)

Sam Johnstone (24), markvörður Manchester United, er á leið til Aston VIlla á láni. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner