fim 13. júlí 2017 09:38
Magnús Már Einarsson
Swansea hafnar nýju tilboði frá Everton í Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er aðalumræðuefnið í enskum fjölmiðlum í byrjun dags.

Swansea staðfesti í dag að Gylfi fer ekki með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna í dag vegna óvissu um framtíð hans.

Sky Sports segir að Swansea hafi núna hafnað nýju 40 milljóna punda tilboði frá Everton í Gylfa.

Swansea hafnaði tilboði upp á sömu upphæð frá Leicester á dögunum. Í kjölfarið gaf Swansea út að félagið vilji fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa.

Everton hefur mikinn áhuga á Gylfa og ekki er ólíklegt að félagið hækki tilboð sitt á næstu dögum. Ef Gylfi fer á 50 milljónir punda verður hann einn dýrasti leikmaðurinn í sögu enska boltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner