Arsenal reynir við Coman - Felix gæti snúið aftur til Chelsea - Ederson fer ekki til Sádi-Arabíu
   lau 13. júlí 2024 14:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Laurent Blanc orðinn stjóri Al-Ittihad (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Laurent Blanc hefur verið ráðinn stjóri sádí arabíska liðsins Al-Ittihad en hann gerir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.


Blanc er 56 ára gamall Frakki en hann var rekinn úr starfi hjá Lyon á síðasta ári eftir tæpt ár sem stjóri liðsins.

Útlit er fyrir að Houssem Aouar verði fyrsti leikmaðurinn sem Blanc fær til liðs við félagið en Al-Ittihad mun borga Roma um 12 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Blanc átti farsælan feril sem leikmaður en hann lék m.a. með Napoli, Barcelona, Inter og Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner