sun 13. ágúst 2017 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Valon Behrami að ganga til liðs við Udinese
Behrami er mættur til Ítalíu.
Behrami er mættur til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Valon Behrami leikmaður Watford fór til Ítalíu í gær en hann er á leið til Udinese.

Félögin eru tengd þannig að eigandi Watford er sonur eiganda Udinese.

Valon Behrami er því ekki fyrsti leikmaðurinn sem skiptir á milli þessara liða.

Þessi 32 ára gamli miðjumaður kom til Watford árið 2015 frá Hamburger SV í Þýskalandi, hann á að baki 73 landsleiki fyrir landslið Sviss.

Ef félagsskiptin ganga í gegn gæti fyrsti leikur hans með Udinese verið gegn Chievo næstu helgi, hjá Udinese hittir hann íslenska landsliðsmanninn Emil Hallfreðsson.




Athugasemdir
banner
banner