Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, var svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Breiðablik
,,Miðað við færin sem við fáum, eigum við að geta lokað þessum leik. Því miður náðum við ekkiað skora þetta seinna mark í dag,“ sagði Árni eftir leikinn.
Árni skoraði laglegt mark þegar hann jafnaði metin fyrir Blika og segist hann hafa fengið góð ráð frá félaga sínum.
,,Góður félagi minn, Lárinn, sagði mér fyrir leik að ef ég fengi færi í dag ætti ég að skjóta upp. Það heppnaðist, þetta var rétt hjá honum. Ég á honum mikið að þakka.“
Árni fékk að líta gult spjald fyrir leikaraskap í seinni hálfleiknum og viðurkennir hann að hafa bara dýft sér.
,,No comment.. Þetta var svolítið lélegt af minni hálfu, ég hélt að hann væri að koma með snertinguna. Þetta er held ég mín fyrsta dýfa frá því að ég byrjaði að æfa fótbolta. Þið sjáið hversu lélegur ég er í þessu, ég er algerlega hættur núna,“ sagði Árni.
Athugasemdir