Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fös 13. september 2013 19:57
Alexander Freyr Tamimi
Ólafur: Frábært að Elfar sé byrjaður að sprikla og æfa
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var hundfúll eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar þurftu sigur til að halda í við Stjörnuna í baráttunni um Evrópusæti og er liðið nú sjö stigum frá Garðbæingunum þó þeir eigi leik til góða.

,,Helvíti fúlt stig. Þarna töpuðum við tveimur, það er óhætt að segja það. Mér fannst leikurinn á milli teiga vera algerlega okkar, en inni í teignum hjá Val og í kringum teiginn vorum við ekki nógu skarpir. Við sköpuðum okkur alveg nógu mikið af færum til þess að vinna þennan leik, þó ekki væri nema 2-1, og það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Ólafur.

,,Það skiptir engu máli hvað gerist á milli teiga ef þú setur ekki þá bolta inn sem þú færð eftir að skapa færi. Það eru ekki gefin stig fyrir að skapa færi, og það er það sem fer í rassgatið á mér núna að menn skuli ekki geta komið boltanum yfir línuna þegar þeir fá upplögð færi.“

„Ég auglýsi bara eftir mönnunum sem vilja skora mörkin í þessu liði. Ég eftirlýsi þann sem er með, já ég nota ekki það orð, til að setja boltann í netið.“


Elfar Árni Aðalsteinsson, sem ekkert hefur spilað frá því að hann fékk alvarlegt höfuðhögg gegn KR þann 18. ágúst síðastliðinn, var mættur í leikmannahóp Blika í dag en kom ekki við sögu. Ólafur segir þó ánægjulegt að hann sé byrjaður að geta æft á ný.

,,Það er asskoti gott að hann sé mættur í leikmannahópinn, en hann skorar ekki af bekknum. Það er bara frábært að hann sé aðeins byrjaður að sprikla og æfa, og í ljósi þess að við vorum með fjóra í banni ákváðum við að hafa hann í hópnum. En ég hafði það svosum ekki í huga að tefla honum fram í kvöld.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner