Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fös 13. september 2013 19:57
Alexander Freyr Tamimi
Ólafur: Frábært að Elfar sé byrjaður að sprikla og æfa
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var hundfúll eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar þurftu sigur til að halda í við Stjörnuna í baráttunni um Evrópusæti og er liðið nú sjö stigum frá Garðbæingunum þó þeir eigi leik til góða.

,,Helvíti fúlt stig. Þarna töpuðum við tveimur, það er óhætt að segja það. Mér fannst leikurinn á milli teiga vera algerlega okkar, en inni í teignum hjá Val og í kringum teiginn vorum við ekki nógu skarpir. Við sköpuðum okkur alveg nógu mikið af færum til þess að vinna þennan leik, þó ekki væri nema 2-1, og það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Ólafur.

,,Það skiptir engu máli hvað gerist á milli teiga ef þú setur ekki þá bolta inn sem þú færð eftir að skapa færi. Það eru ekki gefin stig fyrir að skapa færi, og það er það sem fer í rassgatið á mér núna að menn skuli ekki geta komið boltanum yfir línuna þegar þeir fá upplögð færi.“

„Ég auglýsi bara eftir mönnunum sem vilja skora mörkin í þessu liði. Ég eftirlýsi þann sem er með, já ég nota ekki það orð, til að setja boltann í netið.“


Elfar Árni Aðalsteinsson, sem ekkert hefur spilað frá því að hann fékk alvarlegt höfuðhögg gegn KR þann 18. ágúst síðastliðinn, var mættur í leikmannahóp Blika í dag en kom ekki við sögu. Ólafur segir þó ánægjulegt að hann sé byrjaður að geta æft á ný.

,,Það er asskoti gott að hann sé mættur í leikmannahópinn, en hann skorar ekki af bekknum. Það er bara frábært að hann sé aðeins byrjaður að sprikla og æfa, og í ljósi þess að við vorum með fjóra í banni ákváðum við að hafa hann í hópnum. En ég hafði það svosum ekki í huga að tefla honum fram í kvöld.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner