Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fös 13. september 2013 19:57
Alexander Freyr Tamimi
Ólafur: Frábært að Elfar sé byrjaður að sprikla og æfa
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var hundfúll eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar þurftu sigur til að halda í við Stjörnuna í baráttunni um Evrópusæti og er liðið nú sjö stigum frá Garðbæingunum þó þeir eigi leik til góða.

,,Helvíti fúlt stig. Þarna töpuðum við tveimur, það er óhætt að segja það. Mér fannst leikurinn á milli teiga vera algerlega okkar, en inni í teignum hjá Val og í kringum teiginn vorum við ekki nógu skarpir. Við sköpuðum okkur alveg nógu mikið af færum til þess að vinna þennan leik, þó ekki væri nema 2-1, og það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Ólafur.

,,Það skiptir engu máli hvað gerist á milli teiga ef þú setur ekki þá bolta inn sem þú færð eftir að skapa færi. Það eru ekki gefin stig fyrir að skapa færi, og það er það sem fer í rassgatið á mér núna að menn skuli ekki geta komið boltanum yfir línuna þegar þeir fá upplögð færi.“

„Ég auglýsi bara eftir mönnunum sem vilja skora mörkin í þessu liði. Ég eftirlýsi þann sem er með, já ég nota ekki það orð, til að setja boltann í netið.“


Elfar Árni Aðalsteinsson, sem ekkert hefur spilað frá því að hann fékk alvarlegt höfuðhögg gegn KR þann 18. ágúst síðastliðinn, var mættur í leikmannahóp Blika í dag en kom ekki við sögu. Ólafur segir þó ánægjulegt að hann sé byrjaður að geta æft á ný.

,,Það er asskoti gott að hann sé mættur í leikmannahópinn, en hann skorar ekki af bekknum. Það er bara frábært að hann sé aðeins byrjaður að sprikla og æfa, og í ljósi þess að við vorum með fjóra í banni ákváðum við að hafa hann í hópnum. En ég hafði það svosum ekki í huga að tefla honum fram í kvöld.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner