Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   fös 13. september 2013 19:57
Alexander Freyr Tamimi
Ólafur: Frábært að Elfar sé byrjaður að sprikla og æfa
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var hundfúll eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar þurftu sigur til að halda í við Stjörnuna í baráttunni um Evrópusæti og er liðið nú sjö stigum frá Garðbæingunum þó þeir eigi leik til góða.

,,Helvíti fúlt stig. Þarna töpuðum við tveimur, það er óhætt að segja það. Mér fannst leikurinn á milli teiga vera algerlega okkar, en inni í teignum hjá Val og í kringum teiginn vorum við ekki nógu skarpir. Við sköpuðum okkur alveg nógu mikið af færum til þess að vinna þennan leik, þó ekki væri nema 2-1, og það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Ólafur.

,,Það skiptir engu máli hvað gerist á milli teiga ef þú setur ekki þá bolta inn sem þú færð eftir að skapa færi. Það eru ekki gefin stig fyrir að skapa færi, og það er það sem fer í rassgatið á mér núna að menn skuli ekki geta komið boltanum yfir línuna þegar þeir fá upplögð færi.“

„Ég auglýsi bara eftir mönnunum sem vilja skora mörkin í þessu liði. Ég eftirlýsi þann sem er með, já ég nota ekki það orð, til að setja boltann í netið.“


Elfar Árni Aðalsteinsson, sem ekkert hefur spilað frá því að hann fékk alvarlegt höfuðhögg gegn KR þann 18. ágúst síðastliðinn, var mættur í leikmannahóp Blika í dag en kom ekki við sögu. Ólafur segir þó ánægjulegt að hann sé byrjaður að geta æft á ný.

,,Það er asskoti gott að hann sé mættur í leikmannahópinn, en hann skorar ekki af bekknum. Það er bara frábært að hann sé aðeins byrjaður að sprikla og æfa, og í ljósi þess að við vorum með fjóra í banni ákváðum við að hafa hann í hópnum. En ég hafði það svosum ekki í huga að tefla honum fram í kvöld.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner