Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 13. september 2013 19:57
Alexander Freyr Tamimi
Ólafur: Frábært að Elfar sé byrjaður að sprikla og æfa
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Ólafur Kristjánsson vildi þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var hundfúll eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar þurftu sigur til að halda í við Stjörnuna í baráttunni um Evrópusæti og er liðið nú sjö stigum frá Garðbæingunum þó þeir eigi leik til góða.

,,Helvíti fúlt stig. Þarna töpuðum við tveimur, það er óhætt að segja það. Mér fannst leikurinn á milli teiga vera algerlega okkar, en inni í teignum hjá Val og í kringum teiginn vorum við ekki nógu skarpir. Við sköpuðum okkur alveg nógu mikið af færum til þess að vinna þennan leik, þó ekki væri nema 2-1, og það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Ólafur.

,,Það skiptir engu máli hvað gerist á milli teiga ef þú setur ekki þá bolta inn sem þú færð eftir að skapa færi. Það eru ekki gefin stig fyrir að skapa færi, og það er það sem fer í rassgatið á mér núna að menn skuli ekki geta komið boltanum yfir línuna þegar þeir fá upplögð færi.“

„Ég auglýsi bara eftir mönnunum sem vilja skora mörkin í þessu liði. Ég eftirlýsi þann sem er með, já ég nota ekki það orð, til að setja boltann í netið.“


Elfar Árni Aðalsteinsson, sem ekkert hefur spilað frá því að hann fékk alvarlegt höfuðhögg gegn KR þann 18. ágúst síðastliðinn, var mættur í leikmannahóp Blika í dag en kom ekki við sögu. Ólafur segir þó ánægjulegt að hann sé byrjaður að geta æft á ný.

,,Það er asskoti gott að hann sé mættur í leikmannahópinn, en hann skorar ekki af bekknum. Það er bara frábært að hann sé aðeins byrjaður að sprikla og æfa, og í ljósi þess að við vorum með fjóra í banni ákváðum við að hafa hann í hópnum. En ég hafði það svosum ekki í huga að tefla honum fram í kvöld.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner