Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 13. september 2015 19:32
Arnar Ingi Ingason
Fossvogi
Addi Grétars: Eins og að vinna í Eurolotto að taka titilinn núna
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þú færð á þig mark á lokamínútum leiksins þá eru það náttúrulega vonbrigði, líka í þeirri stöðu sem við erum, að keppa um eitthvað. Að halda mótinu kannski smá spennandi í lokin er búið. Þetta er svekkjandi, svolítið eins og að fá kjaftshögg í blálokin“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli sinna manna á Víkingsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Við fáum á okkur eitt eða tvö færi á okkur í fyrri hálfleik og svo komu hérna nokkur í seinni hálfleik. Svo náttúrulega gáfum við þeim fyrra markið. Jöfnunarmarkið er bara aukaspyrna inn í og ég sá ekki hvort boltinn fór í hendina á honum eða ekki. Það svolítið þannig að þú fáir kjaftshögg í andlitið á hvaða máta fyrra markið kom. Það er erfitt að koma til baka eftir það. Víkingur er bara með gott lið“

Arnar er nokkuð viss um að draumurinn um titil sé úti.

„Ég held það. Það er svona eins og að vinna Eurolotto ef við ætlum að fara að taka titilinn núna. Að vera 8 stigum á eftir FH og 3 leikir eftir, á meðan það er fræðilegur möguleiki þá höldum við áfram, en það er nokkurn veginn hægt að óska þeim (FH-ingum) til hamingju.“

„Ég er búinn að vera mjög sáttur með spilamennskuna heilt yfir (á tímabilinu) en auðvitað er þetta svolítið blóðugt svona eins og í kvöld. En það er hægt að líta til baka, það geta hin liðin líka gert en það er ekkert hægt að hugsa um það. Við höfum fengið lítið af mörkum á okkur og verið að spila mjög fínan fótbolta.“

„Nú eru 3 leikir eftir og markmiðið er að klára þetta með sæmd og að enda eins ofarlega og við getum. Eins og staðan er í dag erum við í öðru sæti og við viljum helst vera þar, ekki fara neðar.“
Athugasemdir
banner
banner