Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 13. september 2015 19:32
Arnar Ingi Ingason
Fossvogi
Addi Grétars: Eins og að vinna í Eurolotto að taka titilinn núna
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þú færð á þig mark á lokamínútum leiksins þá eru það náttúrulega vonbrigði, líka í þeirri stöðu sem við erum, að keppa um eitthvað. Að halda mótinu kannski smá spennandi í lokin er búið. Þetta er svekkjandi, svolítið eins og að fá kjaftshögg í blálokin“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli sinna manna á Víkingsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Við fáum á okkur eitt eða tvö færi á okkur í fyrri hálfleik og svo komu hérna nokkur í seinni hálfleik. Svo náttúrulega gáfum við þeim fyrra markið. Jöfnunarmarkið er bara aukaspyrna inn í og ég sá ekki hvort boltinn fór í hendina á honum eða ekki. Það svolítið þannig að þú fáir kjaftshögg í andlitið á hvaða máta fyrra markið kom. Það er erfitt að koma til baka eftir það. Víkingur er bara með gott lið“

Arnar er nokkuð viss um að draumurinn um titil sé úti.

„Ég held það. Það er svona eins og að vinna Eurolotto ef við ætlum að fara að taka titilinn núna. Að vera 8 stigum á eftir FH og 3 leikir eftir, á meðan það er fræðilegur möguleiki þá höldum við áfram, en það er nokkurn veginn hægt að óska þeim (FH-ingum) til hamingju.“

„Ég er búinn að vera mjög sáttur með spilamennskuna heilt yfir (á tímabilinu) en auðvitað er þetta svolítið blóðugt svona eins og í kvöld. En það er hægt að líta til baka, það geta hin liðin líka gert en það er ekkert hægt að hugsa um það. Við höfum fengið lítið af mörkum á okkur og verið að spila mjög fínan fótbolta.“

„Nú eru 3 leikir eftir og markmiðið er að klára þetta með sæmd og að enda eins ofarlega og við getum. Eins og staðan er í dag erum við í öðru sæti og við viljum helst vera þar, ekki fara neðar.“
Athugasemdir
banner
banner
banner