Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 13. september 2015 19:32
Arnar Ingi Ingason
Fossvogi
Addi Grétars: Eins og að vinna í Eurolotto að taka titilinn núna
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þú færð á þig mark á lokamínútum leiksins þá eru það náttúrulega vonbrigði, líka í þeirri stöðu sem við erum, að keppa um eitthvað. Að halda mótinu kannski smá spennandi í lokin er búið. Þetta er svekkjandi, svolítið eins og að fá kjaftshögg í blálokin“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli sinna manna á Víkingsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Við fáum á okkur eitt eða tvö færi á okkur í fyrri hálfleik og svo komu hérna nokkur í seinni hálfleik. Svo náttúrulega gáfum við þeim fyrra markið. Jöfnunarmarkið er bara aukaspyrna inn í og ég sá ekki hvort boltinn fór í hendina á honum eða ekki. Það svolítið þannig að þú fáir kjaftshögg í andlitið á hvaða máta fyrra markið kom. Það er erfitt að koma til baka eftir það. Víkingur er bara með gott lið“

Arnar er nokkuð viss um að draumurinn um titil sé úti.

„Ég held það. Það er svona eins og að vinna Eurolotto ef við ætlum að fara að taka titilinn núna. Að vera 8 stigum á eftir FH og 3 leikir eftir, á meðan það er fræðilegur möguleiki þá höldum við áfram, en það er nokkurn veginn hægt að óska þeim (FH-ingum) til hamingju.“

„Ég er búinn að vera mjög sáttur með spilamennskuna heilt yfir (á tímabilinu) en auðvitað er þetta svolítið blóðugt svona eins og í kvöld. En það er hægt að líta til baka, það geta hin liðin líka gert en það er ekkert hægt að hugsa um það. Við höfum fengið lítið af mörkum á okkur og verið að spila mjög fínan fótbolta.“

„Nú eru 3 leikir eftir og markmiðið er að klára þetta með sæmd og að enda eins ofarlega og við getum. Eins og staðan er í dag erum við í öðru sæti og við viljum helst vera þar, ekki fara neðar.“
Athugasemdir
banner
banner
banner