Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. september 2017 16:15
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang: Drifkraftur í því að Tottenham vildi mig ekki
Aubameyang er 28 ára.
Aubameyang er 28 ára.
Mynd: Getty Images
Pierre Emerick Aubameyang, Gabonmaðurinn í sókn Borussia Dortmund, segir að það gefi sér auka drifkraft fyrir leik kvöldsins að Tottenham hafi ekki viljað kaupa sig fyrir fimm árum síðan.

Tottenham mætir Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld klukkan 18:45 en leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3.

Tottenham íhugaði að fá Aubameyang fyrir fimm árum en hætti við þær áætlanir. Á síðustu árum hefur leikmaðurinn þróast út í að vera einn hættulegasti sóknarmaður Evrópuboltans.

„Ég var hjá Tottenham og fékk skoðunarferð um leikvanginn og æfingasvæðið og allt. Við ræddum saman en svo fór ég heim og enginn frá Tottenham hafði samband eftir það. Það gefur mér klárlega auka drifkraft fyrir leikinn á miðvikudag," segir Aubameyang.

Andre Villas-Boas var knattspyrnustjóri Tottenham á þessum tíma og Aubameyang ætlaði að taka næsta skref eftir að hafa slegið í gegn hjá St Etienne í Frakklandi.

Aubameyang er ein skærasta stjarna Dortmund og hefur skorað 126 mörk í 194 leikjum fyrir félagið, þar af þrjú gegn Tottenham í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.

Sjá einnig:
Leikir dagsins í Meistaradeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner