mið 13. september 2017 17:33
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Coutinho á bekknum
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Sadio Mane er í byrjunarliði Liverpool.
Sadio Mane er í byrjunarliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Pochettino og lærisveinum hefur ekki vegnað vel á Wembley.
Pochettino og lærisveinum hefur ekki vegnað vel á Wembley.
Mynd: Getty Images
Það rigndi mörkum í Meistaradeildinni í gær og vonandi heldur markaflóðið áfram þó við vonumst eftir fleiri spennandi leikjum.

Liverpool snýr aftur í Meistaradeildina og mætir spænska liðinu Sevilla. Philippe Coutinho hefur mikið verið í umræðunni en hann er meðal varamanna í kvöld.

Sadio Mane er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu en leikbannið eftir rauða spjaldið gegn Manchester City gildir aðeins í enska boltanum. Loris Karius er í marki Liverpool og Mohamed Salah sem var eitthvað tæpur fyrir leikinn er einnig í byrjunarliðinu.

City mætir Feyenoord í Hollandi. Vincent Kompany er á meiðslalista City. Ederson er í marki City þrátt fyrir atvik síðasta laugardag.

Dele Alli hefur afplánun á þriggja leikja Evrópubanni gegn Dortmund í kvöld og er ekki með Tottenham á Wembley.

Byrjunarlið Liverpool gegn Sevilla: Karius, Gomez, Lovren, Matip, Moreno, Wijnaldum, Can, Henderson (f), Salah, Mane, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Milner, Coutinho, Sturridge, Klavan, Oxlade-Chamberlain, Robertson)

Byrjunarlið Sevilla gegn Liverpool: Sergio Rico, Mercado, Pareja, Kjær, Escudero, Pizarro, NZonzi, Banega, Navas, Correa, Ben Yedder.

Byrjunarlið Man City gegn Feyenoord: Ederson, Walker, Stones, Otamendi, Mendy, Fernandinho, De Bruyne, Bernardo, Silva (f), Jesus, Aguero.
(Varamenn: Bravo, Danilo, Sterling, Gundogan, Mangala, Delph, Sane)

Byrjunarlið Tottenham gegn Dortmund: Lloris (f), Aurier, Alderweireld, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Son, Kane.

Byrjunarlið Dortmund gegn Tottenham: Bürki, Piszczek, Sokratis (f), Toprak, Toljan, Sahin, Dahoud, Kagawa, Aubameyang, Yarmolenko, Pulisic.

Byrjunarlið Real Madrid gegn Apoel: Navas, Carvajal, Nacho, Ramos, Marcelo, Casemiro, Kovacic, Modric, Isco, Bale, Ronaldo.



Leikir kvöldsins:

E-riðill
18:45 Liverpool - Sevilla (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Maribor - Spartak Moskva

F-riðill
18:45 Feyenoord - Manchester City (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Shakhtar Donetsk - Napoli

G-riðill
18:45 FC Porto - Besiktas
18:45 RB Leipzig - Mónakó

H-riðill
18:45 Tottenham - Dortmund (Opin dagskrá - Stöð 2 Sport 3)
18:45 Real Madrid - APOEL Nicosia (Stöð 2 Sport 5)


Athugasemdir
banner
banner
banner