Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. september 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Diego Costa á leið til Atletico Madrid
Powerade
Costa er á leið til Chelsea.
Costa er á leið til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að horfa á janúar gluggann.



William Carvalho (25), miðjumaður Sporting Lisabon, vill ennþá ganga í raðir West Ham þrátt fyrir að félögin hafi ekki náð saman á dögunum. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur sagt Yaya Toure (34) að leggja harðar að sér til að vinna sér aftur sæti í liðinu. Guardiola er með Toure utan hóps gegn Feyenoord í kvöld. (Telegraph)

Arsenal hefur ekki rætt við Mesut Özil (28) um nýjan samning síðan í febrúar. Þjóðverjinn verður samningslaus næsta sumar. (Metro)

Fréttir í Þýskalandi segja að Özil ætli að fara frítt frá Arsenal næsta sumar. (Sun)

Diego Costa, framherji Chelsea, er farinn heim úr fríi í Brasilíu. Costa er farinn til Madrid en hann vonast til að ganga í raðir Atletico Madrid í janúar. (Metro)

Atletico ætlar að bjóða 40 milljónir punda í Costa plús níu milljónir punda ef leikmaðurinn stendur sig vel hjá félaginu. (Mail)

Barcelona ætlar að reyna að fá Jean Michael Seri (26) miðjumann Nice í janúar eftir að hafa mistekist að fá Philippe Coutinho (25) frá Liverpool. (Sun)

Roy Hodgson hafnaði tveimur tilboðum frá Kína til að taka við Crystal Palace. Hodgson vill sanna sig aftur í enska boltanum. (Mirror)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, og Jamaal Lascelles, fyrirliði liðsins, hafa náð að leysa deilur um bónusgreiðslur til leikmanna. (Shields Gazette)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að engin sérstök ástæða hafi verið á bakvið þá ákvörðun að hafa Ander Herrera utan hóps gegn Basel í gær. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner