Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 13. september 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Guðni um Laugardalsvöll: Kemur vonandi í ljós fljótlega
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni seldist upp á leik Íslands og Kosóvó á nokkrum mínútum líkt og fyrir alla heimaleiki Íslands undanfarin ár. KSÍ vill stækka Laugardalsvöll en Reykjavíkurborg, aðaleigandi vallarins, og ríkið þurfa einnig að koma að uppbyggingu á vellinum. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að það fari loksins að draga til tíðinda varðandi uppbyggingu vallarins.

„Málin standa ágætlega. Við erum búin að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum og vinna góða greiningarvinnu á því hvaða valkostir eru í stöðunni," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Ég vil vera bjartsýnn á að þetta geti allt saman gengið eftir. Ákvörðunin er ekki okkar ein. Við erum að vinna í þessu örugglega og ég vona að hægt sé að fara yfir málið og kynna það áður en langt um líður og þá vonandi með góða niðurstöðu í farteskinu. Við erum að vona að þetta komi fljótlega í ljós."

Guðni hafði áður sagt að hann vonaðist til að hægt yrði að kynna hugmyndir um nýjan Laugardalsvöll í ágúst. Svo varð þó ekki.

„Ég er svo bjartsýnn. Við þurfum að gefa þessum aðilum sem eru að skoða málið ákveðið svigrúm. Fyrir vikið tafðist þetta umfram það sem maður var að vonast til en maður þarf að sýna skilning á því. Við erum að tala um einhverjar vikur. Hvort það verði ein eða tíu vikur veit ég ekki en ég held að það verði ekki langt í þetta verði kynnt almennilega hvað við erum að hugsa í þessum efnum."

Guðni segir að ekki sé verið að skoða annan stað fyrir þjóðarleikvang heldur en í Laugardalnum. „Það er ekkert annað í kortunum. Við einblínum á það," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni.

Sjá einnig:
Draumur Guðna að fá þak yfir völlinn - Gervigras ekki á dagskrá
Úttekt: Laugardalsvöllur og mýtan um uppselda leiki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner