mið 13. september 2017 07:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Neymar neitaði að taka í höndina á leikmanni Celtic
Mynd: Getty Images
Dýrasti knattspyrnumaður heims, Neymar, var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Celtic eftir leik Celtic og PSG í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

PSG vann öruggan 5-0 sigur á skoska liðinu í Glasgow þar sem Neymar, Kylian Mbappe og Edinson Cavani voru allir á skotskónum fyrir Parísarliðið.

Eftir að leiknum lauk ætlaði Anthony Ralston, 18 ára leikmaður Celtic, að þakka Neymar fyrir leikinn en Brasilíumaðurinn hafði engan áhuga á því. Þeir félagar höfðu stuttu áður lent í atviki þar sem þeir stríddu hvor öðrum.

Neymar lyfti upp þremur puttum til að sýna Ralston hvað staðan væri á þeim tíma og Ralston svaraði með því að hlæja mjög hátt í andlitið á Neymar.

Þetta leiddi til þess að Neymar vildi ekki þakka Ralston fyrir leikinn og sagði eitthver vel valinn orð við strákinn unga.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner