Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. september 2017 08:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Rashford með ótrúlega tölfræði - Skorar alltaf í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hélt áfram að bæta í ótrúlega markatölfræði hjá sér í gær. Rashford skoraði þriðja mark United gegn Basel í gærkvöldi í sigri á Basel. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur Rashford og skoraði hann því í sínum fyrsta Meistaradeildarleik fyrir félagið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rashford skorar í sínum fyrsta leik fyrir United eða enska landsliðið.

Þessi nítján ára enski landsliðsmaður hefur nefnilega verið iðinn við það að skora í fyrstu leikjum sínum. Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni, í enska deildabikarnum, í Evrópudeildinni og nú í Meistaradeildinni.

Þá skoraði Rashford í sínum fyrsta leik fyrir u21 árs landslið Englendinga og einnig fyrir A-landsliðið.

Rashford mistókst að skora í sínum fyrsta leik fyrir United í FA-bikarnum en þá skoraði hann í sínum öðrum leik fyrir félagið í þeirri keppni.

Hreint útsagt ótrúleg tölfræði hjá hinum unga Rashford.




Athugasemdir
banner
banner
banner