Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 13. september 2017 22:47
Elvar Geir Magnússon
Þjálfarateymi KH: Valur getur notið góðs af þessu
Arnar og Ingólfur.
Arnar og Ingólfur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Alexander Lúðvígsson skoraði fyrir KH í kvöld.
Mynd: Sigurður Konráðsson
Knattspyrnufélagið Hlíðarendi komst í kvöld upp í 3. deildina með því að vinna Kórdrengi samanlagt 2-1. Fótbolti.net ræddi við þjálfara KH, Arnar Stein Einarsson og Ingólf Sigurðsson.

Lestu um leikinn: KH 1 -  1 Kórdrengir

„Þetta var hörkuviðureign og við vissum fyrirfram að þetta yrði hörkubarátta. Við skildum allt eftir á vellinum og þetta var geggjað," sagði Arnar.

Það var mikill taugatitringur í lokin og Kórdrengir komust nálægt því að skora en þeir voru einu marki frá því að komast upp.

„Þetta var svakalegt. Það var mikil spenna og hátt spennustig í leikmönnum.," sagði Ingólfur.

Það var vel mætt á leikinn í flóðljósum á Valsvelli í kvöld.

„Þetta var nánast eins og á Pepsi-deildarleik. Við eigum fína stuðningsmenn og Kórdrengir hafa sett skemmtilegan svip á 4. deildina í sumar. Það eru margir sem fylgja þeim. Þetta er vel mannað lið og einhverjir munu segja að betra liðið hafi ekki komist áfram," sagði Ingólfur.

Er KH tilbúið í 3. deildina?

„Það er góð spurning. Þetta er erfið deild og við þurfum að setjast niður. Það er spurning hvort menn séu tilbúnir að bæta við sig aukavinnu hvað varðar æfingar. Við spáum í því eftir helgi. Fögnum fyrst," sagði Arnar.

KH er í samstarfi við Val en þjálfararnir telja að hægt sé að auka það samstarf.

„Samstarfið hefur verið frekar rólegt. Við höfum haft 1-2 stráka úr öðrum flokki með okkur en ég tel að það sé stökkpallur fyrir unga stráka að spila í 3. deildinni. Það er alvöru bolti spilaður þar og ég tel að Valur geti notið góðs af þessu," sagði Arnar en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner