banner
   mið 13. september 2017 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Sevilla fékk rautt - Ekki Klopp að kenna
Þjálfari Sevilla var sendur upp í stúku.
Þjálfari Sevilla var sendur upp í stúku.
Mynd: Getty Images
Þjálfari Sevilla, Eduardo Berizzo, var sendur upp í stúku í leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld.

Berizzo var með vesen á hliðarlínunni og var eitthvað að vesenast með boltann; hann kastaði honum í burtu þegar Liverpool ætlaði að fara að taka innkast, en við það var dómaranum nóg boðið.

Dómari leiksins ákvað að senda Berizzo upp í stúku.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í Berizzo eftir leik.

„Ég hafði engin áhrif á dómarann. Ég bað ekki um þetta. Þeir sem voru á bekknum hjá Sevilla héldu að ég bæri ábyrgð á þessum og ég var ekki vinsæll hjá þeim," sagði Klopp við fjölmiðlamenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner