banner
mið 13.sep 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valverde: Get loksins notið þess að horfa á Messi
Messi er ótrúlega góður í fótbolta.
Messi er ótrúlega góður í fótbolta.
Mynd: NordicPhotos
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, getur núna loksins notið þess að horfa á argentíska snillinginn Lionel Messi spila fótbolta.

Valverde tók við Barcelona fyrir tímabilið.

Hann hefur undanfarin ár stýrt Athletic Bilbao, Valencia og Espanyol og verið í miklu basli með að stöðva Messi. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að stöðva Messi lengur.

„Þú hugsar alltaf að góðir hlutir muni gerast fyrir liðið þegar hann er með boltann. Það var alltaf erfitt að mæta honum, en nú get ég loksins notið þess að horfa á hann," sagði Valverde.

Messi var frábær í gær þegar Barcelona vann 3-0 sigur á Juventus. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og var þrusugóður.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landslið - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Færeyjar