Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 13. október 2014 22:57
Arnar Daði Arnarsson
Birkir Már: Nú fer maður á bekkinn hjá Brann
Icelandair
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Birkir Már Sævarsson kom inná sem varamaður í hálfleik fyrir Ara Frey Skúlason í sögulegum 2-0 sigri Íslands á Hollendingum á Laugardalsvelli.

,,Það var fyrst og fremst gaman að fá tækifæri í svona leik. Það var strembið að koma inn á í hálfleik gegn heimsklassa leikmönnum en mér fannst ganga ágætlega," sagði Birkir sem talaði um að trúin hafi verið mikil hjá liðinu.

,,Liðið var að spila frábærlega og við notuðum okkar séns. Við vissum að við myndum fá möguleika til að skora ef við værum þéttir til baka."

Birkir var eini leikmaðurinn í kvöld sem var í landsliðinu þegar það lék síðast gegn Hollendingum fyrir fimm árum. Margt hefur breyst á þeim árum og nú stóðu Íslendingar uppi sem sigurvegarar gegn þjóð sem lenti í 3.sæti á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar.

,,Munurinn er sá að leikmennirnir erum orðnir eldri og leikreyndari og búnir að spila fleiri ár í sterkum deildum og það er að skila sér núna."

,,Nú er maður farinn til Noregs á bekkinn hjá Brann í fallbaráttu eftir þetta. Það verður að hafa það," sagði Birkir sem hefur ekki fengið margar mínútur með liði Brann í Noregi síðustu vikur en liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar og mætir Sarpsborg á föstudaginn.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner