Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
   mán 13. október 2014 22:57
Arnar Daði Arnarsson
Birkir Már: Nú fer maður á bekkinn hjá Brann
Icelandair
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Birkir Már Sævarsson kom inná sem varamaður í hálfleik fyrir Ara Frey Skúlason í sögulegum 2-0 sigri Íslands á Hollendingum á Laugardalsvelli.

,,Það var fyrst og fremst gaman að fá tækifæri í svona leik. Það var strembið að koma inn á í hálfleik gegn heimsklassa leikmönnum en mér fannst ganga ágætlega," sagði Birkir sem talaði um að trúin hafi verið mikil hjá liðinu.

,,Liðið var að spila frábærlega og við notuðum okkar séns. Við vissum að við myndum fá möguleika til að skora ef við værum þéttir til baka."

Birkir var eini leikmaðurinn í kvöld sem var í landsliðinu þegar það lék síðast gegn Hollendingum fyrir fimm árum. Margt hefur breyst á þeim árum og nú stóðu Íslendingar uppi sem sigurvegarar gegn þjóð sem lenti í 3.sæti á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar.

,,Munurinn er sá að leikmennirnir erum orðnir eldri og leikreyndari og búnir að spila fleiri ár í sterkum deildum og það er að skila sér núna."

,,Nú er maður farinn til Noregs á bekkinn hjá Brann í fallbaráttu eftir þetta. Það verður að hafa það," sagði Birkir sem hefur ekki fengið margar mínútur með liði Brann í Noregi síðustu vikur en liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar og mætir Sarpsborg á föstudaginn.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner