Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. október 2014 23:05
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir Hallgríms: Hundleiðinlegt að spila við okkur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslendinga, var himinlifandi eftir 2-0 sigur Íslands gegn Hollandi fyrr í kvöld.

Heimir lofaði frammistöðu landsliðsins eftir leikinn þegar hann var tekinn í viðtal af RÚV.

,,Við vorum að verjast meira og minna allan tímann en þeir gerðu varnarvinnuna sína algjörlega upp á tíu, það hlýtur að hafa verið hundleiðinlegt að spila við okkur í dag," sagði Heimir eftir sigurinn.

,,Það er ekki hægt að segja neitt eftir svona. Þetta er bara fullkominn leikur varnarlega."

Heimir tók Jón Daða Böðvarsson fyrir og hrósaði honum í viðtalinu og segir sóknarmennina hafa unnið mikilvæga varnarvinnu í leiknum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner