Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
   mán 13. október 2014 23:04
Arnar Daði Arnarsson
Hemmi Hreiðars: Robben lenti á vegg
Icelandair
,,Ótrúlegustu? Ég veit það ekki. En þetta er frábær úrslit. Liðið er það gott og hefur sýnt það í síðustu leikjum að það er allt hægt," sagði landsliðskempan, Hermann Hreiðarsson nokkrum mínútum eftir að flautað var til leiksloka á Laugardalsvellinum í kvöld.

Þar fór íslenska landsliðið með sigur úr bítum gegn bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrr á þessu ári. Tvö mörk frá Hafnfirðingnum, Gylfa Þór Sigurðssyni skyldu liðin af og Ísland þar með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki.

,,Þetta er sannkallaður vinnusigur. Maður sá vinnsluna í liðinu, frá fremsta til aftasta manns. Þegar menn leggja sig svona fram fyrir hvorn annan þá er allt hægt. Leikkerfið gekk fullkomlega upp og þar að auki áttum við fín færi. Við vorum miklu betra lið í heildina."

Hermann sat í heiðurstúkunni á Laugardalsvellinum í kvöld og leiddist það ekki að sjá íslenska landsliðið spila gegn þeim appelsínugulu.

,,Þú vinnur fyrir þinni heppni og þú ert mættur í annan bolta. Það var ekkert bara einn eða tveir leikmenn það voru alltaf þrír til fjórir. Robben hann lenti alltaf á vegg, hann var ekkert einn á einn. Það voru alltaf tveir til þrír í kringum hann. Við vildum þetta meira og strákarnir voru frábærir í alla staði,” sagði Hermann en viðtalið er hægt að sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner