Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2015 18:03
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Byrjunarlið Tyrklands: Turan og Calhanoglu byrja
Icelandair
Arda Turan er í byrjunarliði Tyrklands.
Arda Turan er í byrjunarliði Tyrklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkland og Ísland mætast í undankeppni EM 2016 klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Tyrkir hafa að öllu að keppa í leiknum, en þeir geta með sigri tryggt sér beint sæti í lokakeppninni í Frakklandi ef önnur úrslit falla með þeim. Jafnframt dugir jafntefli til að tryggja umspilssæti.

Heimamenn gera eina breytingu frá liði sínu í síðasta leik. Caner Erkin kemur inn í byrjunarliðið í stað Cenk Tosun. Skæðasti framherji liðsins, Burak Yilmaz, er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Stærstu stjörnur Tyrklands eru Arda Turan, leikmaður Barcelona, og Hakan Calhanoglu leikmaður Bayer Leverkusen.

Einhverjar breytingar eru á leikmannahópi Íslands frá því að liðið mætti Íslandi á Laugardalsvelli. Til að mynda er Ömer Toprak, sem fékk rautt spjald í Reykjavík, ekki í hóp.

Byrjunarlið Tyrklands:
23. Volkan Babacan (m)
2. Sener Ozbayrakli
3. Hakan Balta
4. Serdar Aziz
6. Hakan Calhanoglu
8. Selcuk Inan
10. Arda Turan (F)
14. Oguzhan Ozyakup
16. Ozan Tufan
18. Caner Erkin
20. Volkan Sen
Athugasemdir
banner
banner
banner